Eigendavernd
Eigendavernd
Almennir skilmálar og persónuverndarstefna okkar gilda um þessa tryggingu.
- Hvað er innifalið?
- Við tryggjum hlutina þína gegn skemmdum sem verða á leigutímabilinu og í tengslum við bókun. Hver hlutur er tryggður upp að fullu verðmæti sínu, að því gefnu að verðmæti hans falli á eða undir hámarkið og uppfylli skilyrði sem sett eru fram í þessu skjali. Hámarkið er 750.000 kr. á hvern hlut.
- Við tryggjum hlutina þína gegn skemmdum sem verða á leigutímabilinu og í tengslum við bókun. Hver hlutur er tryggður upp að fullu verðmæti sínu, að því gefnu að verðmæti hans falli á eða undir hámarkið og uppfylli skilyrði sem sett eru fram í þessu skjali. Hámarkið er 750.000 kr. á hvern hlut.
- Hvað er ekki innifalið?
Við munum ekki greiða fyrir:- Skemmdir:
- vegna vélrænna bilanna og/eða rafmagnsvillum eða bilunum;
- vegna innbyggðra galla; t.d. gallar sem verða af tæringu, skordýrum, raka eða öfgafullu hitastigi;
- vegna fyrri atvika af skemmdum; t.d. undirliggjandi byggingarlegur veikleiki frá fyrri atvikum; til að forðast vafa þýðir 'fyrri' fyrir leigutímann þar sem vandamálið kemur upp;
- vegna fyrri breytingu; t.d. viðbygging, þrif, viðgerðir, endurnýjun, endurgerð eða svipað ferli; misnotkun og gallað handverk eða notkun á gölluðu efni;
- vegna notkunar og slits; til að forðast vafa, 'notkun og slit' er minniháttar skemmd sem verður við eðlilega og rétta notkun hlutarins sem ekki hefur áhrif á virkni hans;
- sem ekki er hægt að sanna að hafi orðið á leigutímanum;
- sem eru minniháttar og yfirborðslegar eða útlitslegar sem hafa ekki áhrif á virkni hlutarins; t.d. smáar dældir, rispur;
- sem eru afleiðing af stríði, hryðjuverkum eða náttúruhamförum; t.d. Flóð, eldgos, jarðskjálfti, fellibylur;
- Tekjur sem skuldaðar eru vegna seinkunar á skilum eða vegna starfs sem þú gast ekki sinnt vegna þess að hluturinn virkar ekki;
- Atvik vegna ábyrgðar á fólki og eignum; t.d. ef einhver manneskja eða eign verður fyrir meiðslum/skemmdum sem afleiðing af hlut þínum á meðan á leigu Stöff stendur;
- Fasteignir, fólk, aðila eða þjónustu; efni, vökva, neysluvörur eða allt sem hægt er að flokka sem vopn með sanngjörnum hætti.
- Hluti sem leigðir eru út á meðan krafa er enn í vinnslu.
- Skemmdir:
- Hverjir hafa rétt til að nýta sér Eigendavernd?
Þú hefur rétt til að gera kröfu samkvæmt þessari Eigendavernd ef þú uppfyllir öll eftirfarandi skilyrði;
- Þú ert sá aðili sem stofnaði reikninginn á Stöff og leigðir út viðkomandi hlut.
- Þú settir inn viðeigandi staðfestingarskjöl þegar þess var óskað.
- Þú hefur ekki verið dæmd(ur) fyrir, eða ákærð(ur) fyrir, nein önnur brot en umferðarlagabrot á síðustu 5 árum.
- Þú hefur aldrei verið háð(ur) dómi héraðsdóms, skuldauppgjörsbeiðni, einstaklingsbundnu sjálfviljugu skuldasamkomulagi eða gjaldþrotameðferð.
- Þér hefur aldrei verið hafnað í umsókn um Eigendavernd, neitað eða lækkað eða þér hafa verið settar sérstakar skilmálar.
- Þú hefur ekki gert fleiri en 2 kröfur í Eigendavernd Stöff á síðustu 5 árum.
- Hversu mikið munum við greiða?
- Við munum greiða kostnað við viðgerðir, endurnýjun eða upprunalegt verðmæti, eftir því hvað er minna. 'Upprunalegt verðmæti' er ákvarðað af því verði sem þú greiddir fyrir hlutinn og verður þú færa sönnun fyrir verðinu (t.d. með kvittun fyrir kaupum).
- Það er á ákvörðunarvaldi úrlausnarteymis okkar að ákvarða hvort það sé hægt að gera við hlutinn á sanngjarnan hátt eða að hann teljist 'óviðgeranleganlegur'. Ef teymið getur ekki auðveldlega ákvarðað þetta verður þér bent á að leita til þriðja aðila um mat frá viðurkenndum viðgerðaraðila.
- Hverjar eru þínar skyldur?
- Við munum ekki greiða neitt samkvæmt þessari tryggingu nema þú sem eigandi:
- gerir kröfu gegn leigjendanum um bætur fyrir öllum skemmdum, tjóni eða þjófnaði á hlutum þínum á leigutímanum;
- í tilfelli þjófnaðar, tilkynna atvikið til lögreglu eins fljótt og eðlilegt er, og fá málanúmer frá þeim;
- hafir tiltekið hvern hlut sem þú gerir kröfu fyrir í upphaflegri skráningu í Stöff kerfinu sem leigjandinn notaði til að leigja hlutina;
- tryggir að 'Áætlað virði' sé nokkuð nákvæmt. Til að forðast vafa er nokkuð nákvæmt' innan 10% af því virði sem þú gerir kröfu fyrir.
- veitir okkur viðeigandi skjöl til að styðja við kröfuna, þar á meðal en ekki takmarkað við:
- ítarlega upptalningu á öllum hlutum sem hafa orðið fyrir skemmdum, tjóni eða verið stolið
- sönnun um virði hluta þegar þú keyptir þá;
- myndir eða myndbönd af hlutunum tekin strax (og ekki meira en 24 klukkustundum) fyrir leigu til að sanna að þeir voru í þinni vörslu óskemmdir og í fullu nothæfu ástandi á þeim tíma;
- í tilfelli skemmda, myndir eða myndbönd tekin strax (og ekki meira en 24 klukkustundum) eftir leigu til að sanna að skemmdirnar urðu á leigutímanum og ekki á meðan þú notaðir hlutinn síðar.
- Ef hluturinn er í eigu fyrirtækis eða fagmanns, verður þú (/þeir) að hafa gilda undirliggjandi tryggingu sem nær yfir hlutinn og við munum biðja þig að reyna fyrst að gera kröfu á þína núverandi tryggingu áður en þú getur haldið áfram með kröfu á þessa Eigendavernd. Ef þetta reynist árangurslaust, verður þú að veita okkur skriflega sönnun þess að tryggingafélagið hafnaði kröfunni, til að gera kröfu á þessa Eigendavernd.
- Ef hlutur þinn er undir ábyrgð frá framleiðanda/söluaðila, verður þú að reyna að sækja þá ábyrgð til að standa straum af kostnaði við viðgerð eða endurnýjun áður en þú getur haldið áfram með kröfu á þessa Eigendavernd. Ef þetta reynist árangurslaust, verður þú að veita okkur skriflega sönnun þess að framleiðandinn/söluaðilinn hafi hafnað kröfunni, til að geta gert kröfu á þessa Eigendavernd.
- Þú verður að tilkynna okkur eins fljótt og auðið er, og í öllu falli innan 24 klukkustunda frá lokadegi leigunnar sem krafan nær til um að þú gætir þurft að gera kröfu á Eigendaverndina.
- Þú verður að veita okkur alla aðstoð sem við kunnum að þurfa á að halda til að endurheimta hlutina sjálfa, og síðan þær fjárhæðir sem leigutakinn skuldar okkur.
- Við munum ekki greiða neitt samkvæmt þessari tryggingu nema þú sem eigandi:
- Svik
- Ef þú eða einhver sem á rétt á bótum vegna kröfu eða taps vegna útleigu á Stöff, eða einhver fyrir þína hönd, reynir að blekkja okkur með því að gefa okkur vísvitandi rangar upplýsingar eða gera sviksamlega kröfu samkvæmt þessari Eigendavernd, þá:
- höfum við rétt til að neita að greiða fjárhæðir samkvæmt Eigendaverndinni vegna gerðrar kröfu; ekki takmarkað við umrædda kröfu heldur þ.m.t. allar framtíðar og yfirstandandi kröfur;
- verður þú að endurgreiða allar greiðslur sem við höfum þegar greitt þér í tengslum við gerðar kröfur sem hafa átt sér stað eftir dagsetningu sviksamlegu aðgerðanna eða veitingu slíkra rangra upplýsinga;
- munum við hafa rétt til að höfða mál gegn þér vegna athæfisins;
- notkun þín á þjónustunni verður varanlega stöðvuð.
- Ef þú eða einhver sem á rétt á bótum vegna kröfu eða taps vegna útleigu á Stöff, eða einhver fyrir þína hönd, reynir að blekkja okkur með því að gefa okkur vísvitandi rangar upplýsingar eða gera sviksamlega kröfu samkvæmt þessari Eigendavernd, þá: