Hvað er Stöff?

Stöff er rafrænt deilihagkerfi sem býður notendum að leigja út stöffið sitt til annarra notenda á öruggan hátt og styrkja þar með hringrásarkerfið.
Stöff er markaðstorg fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vilja lána hlutina sína og/eða fá lánaða hluti annarra á öruggan hátt og styrkja þar með hringrásarkerfið.
Hjá Stöff eru allir notendur auðkenndir hvort sem það er í gegnum rafræn skilríki eða þá með því að senda inn afrit af persónuskilríkjum.

Af hverju ætti ég að nota Stöff?

Á Stöff getur þú leigt hjá hverjum sem er, hvar sem er og hvenær sem er

  • Sparaðu þér pening með því að þurfa ekki að kaupa endalaust af Stöffi.
  • Skoðaðu allskonar Stöff sem þú mögulega gætir þurft á morgun.
  • Leigðu út Stöff úr geymslunni þinni með hagnaði á hverju ári.

Ef þér finnst vanta Stöff eða ert með hugmyndir sem gætu nýst Stöff ekki hika við að senda okkur fyrirspurn eða bóka okkur í kaffi í gegnum stoff@stoff.is