Hvernig virkar þetta?

Stöff er í raun sáraeinfalt leigumarkaðstorg þar sem notendur leigja hluti (stöff) sín á milli gegn greiðslu. 

 

Vantar þig stöff?

  • Þá skráiru þig inn með rafrænum skilríkjum og býrð til aðgang. 
  • Svo leitaru að stöffinu sem þig vantar, velur fjölda daga sem þú ætlar að leigja og bókar svo gegnum síðuna. Við tökum ekki greiðslu af kortinu strax við bókun, heldur frystum við upphæðina þar til eigandi stöffsins er búinn að samþykkja bókunina.
  • Þegar eigandi stöffsins hefur staðfest bókunina tökum við greiðslu af kortinu þínu. 
  • Þegar styttist í leiguna mælir þú þér mót við eigandann og þið komið ykkur saman um nákvæman afhendingartíma og staðsetningu. 
  • Þegar þú færð stöffið í hendurnar mælum við alltaf með því að þú skoðir það vel og staðfestir að það sé í sama ástandi og leiguauglýsingin talaði um. 
  • Einnig mælum við með því að taka myndir af stöffinu þegar þú færð það svo þú getir staðfest við skil að það sé í sama ástandi. 
  • Þegar leigutími klárast þá skilar þú stöffinu á þeim stað og þeim tíma sem þið eigandinn ákváðuð. 
  • Síðast en ekki síst ferðu inn á Stöff.is, gefur eigandanum og stöffinu einkunn og skrifar ummæli til að hjálpa öðrum notendum að finna góða eigendur og gott stöff í framtíðinni.

 

Áttu stöff sem þig langar að leigja út?

  • Þá skráiru þig inn með rafrænum skilríkjum og býrð til aðgang. 
  • Svo skráir þú stöffið þitt inn á vefinn
    • Skrifar titil sem er lýsandi og laðar að leigjendur
    • Skrifar fallega og góða lýsingu á stöffinu
    • Velur leiguverð fyrir hvern dag, getur meira að segja breytt verði fyrir ákveðna daga
    • Velur hvaða dagsetningar stöffið þitt er í boði til leigu
    • Þú getur boðið afslátt ef leigjendur leigja stöffið þitt í fleiri en X daga, þú velur þennan fjölda daga
  • Svo birtir þú stöffið á síðunni okkar og bíður eftir fyrsta leigjandanum.
  • Við sjáum svo um að sýna mögulegum leigjendum stöffið þitt í leitarniðurstöðum.
  • Þú færð tölvupóst frá okkur þegar einhver vill leigja stöffið þitt.
  • Þá skráir þú þig inn á síðuna okkar og ákveður hvort þú viljir leigja þessum aðila stöffið þitt á þessum tíma.
  • Þegar þú ert búinn að staðfesta bókunina hefur þú samband við leigjandann í skilaboðum hér á síðunni og þið komið ykkur saman um nákvæma staðsetningu og tímasetningu fyrir afhendinguna.
  • Áður en þú afhendir stöffið til leigjanda mælum við með því að þú takir mynd af því (mögulega myndband sem sýnir fram á virkni stöffsins ef það á við). 
  • Þegar leigutíminn klárast þá færðu stöffið í hendurnar frá leigjanda á þeim stað og þeim tíma sem þið hafið komið ykkur saman um.
  • Ef svo ólíklega vildi til að stöffið þitt skaddaðist á meðan leigutímanum stóð þá getur þú sótt um að fá skaðan bættan, sjá nánar um eigendavernd Stöff.
  • Svo getur þú skráð þig inn á Stöff.is til að gefa leigjandanum einkunn og skrifa ummæli sem hjálpa öðrum eigendum að finna rétta leigjendur fyrir stöffið sitt. 
  • Við greiðum svo út fyrir leiguna innan 2 vikna frá því að leigan átti sér stað.