Auðkenni

Afhverju skiptir það máli?

Stöff samfélagið virkar best þegar notendur vita hvaða manneskja er hinumegin við skjáinn. Þess vegna biðjum við alla notendur um að auðkenna sig við nýskráningu í kerfið okkar.

Staðfesting símanúmers

Með því að staðfesta símanúmer notenda erum við að tryggja að rétt símanúmer hafi verið skráð á stoff.is við nýskráningu. Við skiljum að það getur verið einfaldara að mæla sér mót á leigudegi með símtali en skilaboðum á síðunni okkar og því er mikilvægt að símanúmer séu rétt skráð í kerfið. Hjá þeim notendur sem skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eru símanúmer sjálfkrafa staðfest í kerfinu.

Staðfesting netfangs

Með því að staðfesta netfang notenda erum við að tryggja að upplýsingar á borð við nýjar bókanir, skilaboð frá öðrum notendum o.fl. komist örugglega til skila í tæka tíð. Við skiljum að allir notendur leggja það ekki í vana sinn að skoða stoff.is daglega og þá sendum við tölvupósta með þessum upplýsingum svo hægt sé að bregðast við.

Persónuskilríki

Allir notendur sem notast við rafræn skilríki við innskráningu fá sjálfkrafa merkingu um að skilríkin séu staðfest og vottuð. Þeir notendur sem kjósa að nýskrá með netfangi og lykilorði þurfa að senda inn afrit af persónuskilríkjum á stoff@stoff.is til þess að auðkenna sig. Við gerum þetta til að tryggja að þeir sem eiga í leiguviðskiptum í gegnum stoff.is séu fullvissir um að aðilinn hinu megin við skjáinn sé í viðskiptum undir eigin nafni. Við teljum að það byggi upp traust á deilihagkerfinu sem og traust milli notenda.

Hefur leigt út stöff

Kerfið merkir sjálfkrafa við þetta ef notandi hefur áður leigt út stöff til annars notanda í gengum stoff.is.