7 Wonders borðspil
Þú ert leiðtogi einnar af 7 fræknustu borgum fornaldar. Safnaðu aðföngum, þróaðu verslunarleiðir, og styrktu hernaðarmátt þinn. Byggðu borgina þína og reistu undur sem standast tímans tönn.
Spilið á sér stað í þremur öldum. Á hverri öld fá leikmenn sjö spil úr ákveðnum stokki, velja eitt þessara spila og láta restina ganga áfram til næsta leikmanns. Leikmenn sýna svo spilin sín samtímis, borga fyrir það sem þarf eða fá aðföngin, eða eiga samskipti við aðra leikmenn á mismunandi vegu. (Hver leikmaður er með sitt leikborð sem er með sérstökum bónus, þar sem spilunum þeirra er raðað upp). Hver leikmaður velur sér spil úr stokknum sem þeim var rétt, og svona heldur það áfram þar til allir hafa valið sex spil úr þessari öld. Eftir þrjár aldir lýkur spilinu.
Í grunninn snýst spilið um að þróa spilin sín. Sum spil hafa eiginleika sem nýtist strax, á meðan önnur gefa bónusa og uppfærslur seinna í spilinu. Sum spil gefa afslátt af kaupum í framtíðinni. Sum gefa hernaðarmátt, og önnur ekkert nema stig. Hverju spili er spilað út um leið og það er valið, svo þú sérð alltaf hvaða spilum nágrannar þínir eru að safna.
Þetta er önnur útgáfa af spilinu. Hér er búið að uppfæra merkingar á spilinum til að auðvelda fólki að skilja spilið, og svo þau raðist betur. Reglurnar hafa líka verið endurskrifaðar til að auðvelda fólki að læra spilið, og aukablaðið sem útskýrir táknin hefur líka verið einfaldað. Að lokum hafa eitt eða tvö spil verið færð úr einni öld í aðra til að stilla spilið af. Í stuttu máli, þá er ekkert sem kallar á að maður uppfæri — nema að þetta er gullfallegt eintak með málmfólíum og fallegri myndum.
https://spilavinir.is/vara/7-wonders-2nd-edition/